Landaði stórri auglýsingaherferð fyrir franskt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. mars 2013 09:30 Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales. Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales.
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira