Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2013 23:08 Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu. Kosningar 2013 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu.
Kosningar 2013 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira