Íslenskur ljósmyndari myndar götutískuna í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. mars 2013 09:30 Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira