Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin 27. mars 2013 14:30 Ágústa Eva Erlendsdóttir. Myndir/Rafael Pinho Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira