Suzuki hefur selt 50 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 11:30 Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent
Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent