Matur

Helgarmaturinn - fljótlegur og góður kjúklingaréttur

Sunna Magnúsdóttir
Sunna Magnúsdóttir

Sunna Magnúsdóttir, nemi í nuddi, deilir hér einfaldri uppskrift að hollum kjúklingarétti.

fyrir 4

1 heill kjúklingur sem búið er að elda eða 4 kjúklingabringur eldaðar

4-5 dl af tómatsósu

5 góðar tsk. af karríi

Pipar, gott að smakka til, en má alveg vera mikið af pipar

1 dós eða 400 ml af kókosmjólk

1-2 dl matreiðslurjómi

Kjúklingurinn skorinn niður í bita, tómatsósu, karríi og pipar blandað saman og kjúklingur settur saman við. 

Hitað í potti. 

Kókosmjólk bætt út í og látið malla í góða stund við lágan hita. 

Rjómanum svo bætt við og látið malla í smá tíma í viðbót. 

Gott að hafa með þessu hýðishrísgrjón og fullt af salati. 

Mæli með því að gera uppskriftina jafnvel stærri því þessi réttur er enn betri daginn eftir. 

Auðveldur, þægilegur og alltaf mjög góður.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.