Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú 28. apríl 2013 13:24 Mynd úr safni. Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira