„Þetta er auðvitað svolítið speisað,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti flokks Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður um það að vera á leið á þing, en Helgi er einn 27 nýrra þingmanna eftir Alþingiskosningarnar í gær.
„Það verður áhugavert að sjá hvernig gengur að vinna með komandi ríkisstjórn, en planið er að vinna með öllum til að opna stjórnsýsluna á þann hátt að fólk geti orðið sátt, og þá bæði til hægri og vinstri.“
Helgi segist hafa vonast það besta í kosningunum en jafnframt búist við hinu versta.
„Fylgið er vissulega heldur lægra en við vildum, en gerir okkur kleyft að vinna að þeim málum sem við viljum vinna.“
Vilja vinna með öllum
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Mest lesið

Steindór Andersen er látinn
Innlent



Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Rekstur hestaleigu stöðvaður
Innlent



