Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. apríl 2013 19:03 Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum. Kosningar 2013 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira