Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 72-51 Benedikt Grétarsson í Keflavík skrifar 26. apríl 2013 14:42 Birna Valgarðsdóttir Keflavík sækir hér að KR-ingnum Helgu Einarsdóttur. Keflavík er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Dominosdeildar kvenna eftir öruggan 72-51 sigur á KR á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík komst í 12-0 og lagði grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 36-20. Keflavík leiðir 2-1 í einvígi liðanna en þrjá sigra þarf til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Næsti leikur fer fram á heimavelli KR 29.apríl og þar getur Keflavík orðið Íslandsmeistari með sigri. Ekki lék nokkur vafi á því hvort liðið mætti tilbúnara í Keflavík í kvöld. Heimastúlkur keyrðu yfir ráðþrota gestina og komust í 12-0 forystu í fyrsta leikhluta. Varnarleikur Keflavíkur var til fyrirmyndar en leikmenn KR gerðu sig seka um að fara í felur á ögurstundu í stað þess að mæta krafti Keflavíkurliðsins. Yfirburðir Keflavíkur héldu áfram út leikhlutann og að honum loknum leiddi Keflavík með 14 stigum, 25-11. Annar leikhluti fer seint í sögubækurnar sem skemmtilegur körfuboltaleikur. Liðunum gekk bölvanlega að hitta í körfuna og þegar aðeins 1 mínúta var eftir af hálfleiknum, höfðu liðin aðeins skorað 6 stig hvort. Síðasta mínútan varð hins vegar bráðskemmtileg og hálfleiknum lauk með nettri þriggja stiga körfu Jessicu Ann Jenkins í spjaldið og ofan í. Keflavík hélt því til búningsherbergja með 16 stiga forskot, 36-20 en frammistaða KR í fyrri hálfleik var skelfileg. Hafa má þó í huga að Keflavík leyfði gestunum aldrei að ná neinu flæði í sinn leik og eiga hrós skilið. KR mætti með baráttuhug í síðari hálfleikinn en Keflvíkingar virtust alltaf eiga svör við öllum þeirra aðgerðum. Alltaf þegar Vesturbæingar virtust vera að koma sér inn í leikinn, kom góður kafli frá Keflavík sem slökkti aftur í þeim. Birna Valgarðsdóttir setti niður mikilvægar körfur og liðsvörn Keflavíkur stóð sig vel í því að þvinga Shannon McCallum í erfiðar stöður. Staðan var 55-42 eftir þrjá leikhluta og KR-liðið í raun heppið að vera aðeins 13 stigum undir. Keflavík náði 17 stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Lokatölur 72-51 fyrir Keflavík sem var sterkari aðilinn allan tímann. Varnarleikur Keflavíkur var mjög sterkur og lykilmenn KR virkuðu pirraðar á því hversu stíft var tekið á þeim. Í sókninni fór herforinginn Birna Valgarðsdóttir fyrir sínu liði en allir leikmenn Keflvíkinga eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu í kvöld. KR náði aldrei neinu flæði í sinn leik og herbragð Keflvíkinga að setja Shannon McCallum í gjörgæslu, riðlaði leik liðsins algjörlega.Sigurður:Gríðarlega ánægður með einbeitinguna „Þetta var eiginlega aldrei spurning í kvöld. Við náðum góðri forystu og héldum henni alveg til leiksloka, þrátt fyrir ágæt áhlaup frá KR,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Nálgunin hjá okkur var öðruvísi en í síðasta leik og ég er virkilega ánægður með stelpurnar og þeirra hugarfar í kvöld.“ Sigurður gaf lítið fyrir þær raddir sem segja Shannon McCallum grátt leikna inni á vellinum. „Pálína Gunnlaugsdóttir er bara frábær varnarmaður sem er að spila virkilega vel á hana og þetta tal um grófan leik okkar gegn McCallum er einfaldlega ekki rétt. Að hún sé orðin pirruð inni á vellinum er þeirra vandamál, ekki okkar. Okkar hlutverk núna er að halda okkur við efnið, mæta einbeittar í næsta leik og þá eru okur allir vegir færir,“ sagði Sigurður að lokum.Finnur: Skammarleg frammistaða. Það var þung brúnin á Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR eftir leikinn. „Við gerum eiginlega ekkert rrétt í þessum leik og þetta áhlaup sem við fáum á okkur í byrjun setur okkur út af laginu. Þessi frammistaða var í einu orði sagt, skammarleg.“ Þjálfarinn var sammála því að hans leikmenn hefðu mætt óstyrkar til leiks, „Við eigum að vita það að Keflavík mætir ákaflega grimmt til leiks hérna en við hverfum bara inn í skelina og eigum ekki neitt skilið úr þessum leik, svo einfalt er það.“Birna: Pálína er eins og púðurkerling í brókunum á manni. Gamli refurinn, Birna Valgarðsdóttir, átti skínandi leik í kvöld fyrir Keflavík. „Það var virkilega ljúft að landa sigri hér í kvöld, sérstaklega eftir dapran leik okkar í síðasta leik.“ Birna glotti þegar blaðamaður minntist á að ennþá væri líf í gömlu hetjunni. „Ég kann ennþá að skjóta maður og það var allt ofan í í dag.“ Varnarleikur Pálínu Gunnlaugsdóttur kom til tals. „Það er náttúrulega hundleiðinlegt að hafa Pálínu í buxunum á manni í 40 mínútur. Hún er bara eins og lítil púðurkerling á manni allan tíman og það er skiljanlegt að kaninn þeirra hafi verið orðin pirruð,“ sagði Birna brosandi.Úrslit:Keflavík-KR 72-51 (25-11, 11-9, 19-22, 17-9)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/12 fráköst, Jessica Ann Jenkins 17/8 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/5 fráköst, Shannon McCallum 9/14 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 7, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 6/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3/6 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0.Bein textalýsing úr Toyota-höllinni:Leik lokið | 72-51: Sanngjarn sigur Keflavíkur.39. mín | 72-48: Þetta rúllar vel hjá heimastúlkum.38. mín | 67-48: Úrslitin eru ráðin í Toyota-höllinni. Keflvíkingar eru einfaldlega betri í kvöld.36. mín | 63-46: Keflavík stýrir þessum leik frá a til ö. KR er að mæta öfjörlum sínum í kvöld.34. mín | 61-42: Shannon McCallum er í tómu tjóni hér í kvöld. Kempan er að láta þéttan varnarleik Keflvíkinga fara í sínar fínustu og það er aldrei vænlegt til árangurs.32. mín | 59-42: Keflavík skorar fyrstu tvær körfurnar í 4. leikhluta og nær þægilegu 17 stiga forskoti. Þetta er brekka fyrir Vesturbæjardömur.3. leikhluta lokið | 55-42: Keflavík heldur ágætri forystu en þetta er alls ekki búið.29. mín | 55-39: Birna Valgarðsdóttir er að spila eins og 16 ára tryppi hér í kvöld. Þvílíkur vilji og barátta, algjörlega til fyrirmyndar.28. mín | 50-34: Aftur er munurinn orðinn 16 stig og Finnur tekur leikhlé. Keflavík heldur heljartaki á KR-liðinu sem hefur fá svör við áköfum leik Bítladætra.27. mín | 46-34: Það er líf í KR-stelpum þessa stundina. Varnarleikur liðsins er að batna og leikmenn sýna meiri ákveðni í sókninni.24. mín | 41-28: Liðin skiptast á að skora í augnablikinu. Það er fátt sem bendir til annars en þægilegs heimasigurs.21. mín | 36-22: Fyrsta karfa seinni hálfleiks tilheyrir KR. Nú er að sjá hvort að þær hafi hent inn handklæðinu eða ætli að berjast til síðasta blóðdropa.Hálfleikur | 36-20: Keflavík skorar síðustu 5 stig fyrri hálfleiks og heldur til búningsherbergja með 16 stiga forystu. Jessica Ann Jenkins bauð upp á silkimjúkan þrist á síðustu sekúndu hálfleiksins, í spjaldið og ofan í körfuna.19. mín | 31-20: Flottur þristur frá Björg Einarsdóttur og nú er þetta allt í einu orðið galopið. Keflavík hefur aðeins skorað 6 stig á 9 mínútum.17. mín | 29-17: Þetta er skárra hjá gestunum en sóknarleikur Keflavíkur er mjög stirður í augnablikinu og leikmenn gera sig seka um klaufaleg mistök.14. mín | 29-15: KR er byrjað að finna Helgu Einarsdóttur í teignum og hún hefur skorað tvær körfur í röð. McCallum þarf hins vegar að girða sig í brók og vera sýnilegri.11. mín | 29-11: Þetta heldur áfram þar sem frá var horfið. „Sláturhúsið“ stendur undir nafni í augnablikinu.1. leikhluta lokið | 25-11: 14 stiga forysta heimastúlkna og það verður að teljast mjög sanngjarnt. Leikmenn KR virka stressaðir og ekki tilbúnar í slaginn.8. mín | 23-8: Þetta er ekkert að skána hjá KR. Hreyfingin á Keflavíkurliðinu í sókninni er til fyrirmyndar og Birna er gjörsamlega að fara hamförum. Hún er bara eins og gott rauðvín (ekki Merlot), betri með aldrinum.7. mín | 15-2: Shannon McCallum skorar loks eftir rúmar 6 mínútur en Birna svarar með rándýrum þristi. Öll stemming er Keflavíkurmegin.6. mín | 12-0: Feikisterk vörn Keflavíkur setur gestina í alls kyns vandræði. Finnur verður að finna einhverjar lausnir á þessu ef ekki á illa að fara.4. mín | 8-0: KR-liðið er við frostmark og hefur ekki skorað ennþá. Finnur Freyr tekur leikhlé.2. mín | 3-0: Fyrsta karfan tilheyrir Keflavík og auðvitað er það Birna Valgarðsdóttir sem setur niður þrist.1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn og KR vinnur uppkastið.Fyrir leik: Vallarþulurinn fær 9,5 fyrir sína frammistöðu með hljóðnemann. Fagmennska og hávaði í góðum hlutföllum.Fyrir leik: Jæja, 6 mínútur í leik og fólk byrjað að streyma í húsið. Kefvíkingar eru smekkfólk á tónlist og hrista hér fram Beat-it með Michael Jackson heitnum. Áhorfendur dilla sér með og það sjást lipur tilþrif inn á milli.Fyrir leik: KR notaði leikmannahópinn betur og stigaskor liðsins dreifðist betur á milli leikmanna. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst með 19 stig og McCallum setti 18 stig. Áðurnefnd Guðrún Gróa átti prýðilegan leik með 7 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar.Fyrir leik: Jessica Ann Jenkins og Pálína Gunnlaugsdóttir voru einu leikmenn Keflavíkur með meðvitund í síðasta leik. Þær stöllur skoruðu báðar 19 stig í 75-65 tapi eða tæplega 60% stiga liðsins. Körfubolti er liðsíþrótt og Keflavík verður einfaldlega að fá framlag frá fleiri leikmönnum í kvöld.Fyrir leik: Keflavík teflir fram leikmönnum á öllum aldri. Baráttuhundurinn Birna Valgarðsdóttir er 37 ára gömul en yngsti leikmaður liðsins tekur bílprófið á þessu ári.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilaði vel í síðasta leik og gældi við þrefalda tvennu. Gott mál fyrir KR að Gróa hafi lagt kraftlyftingalóðin á hilluna og sé byrjuð að spila körfubolta aftur.Fyrir leik: Finnur Stefánsson, þjálfari KR, kvartaði yfir harkalegri meðferð á Shannon McCallum, erlendum leikmanni KR eftir fyrsta leikinn. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, blés á þetta og sagði kvartanir kollega síns „hlægilegar“.Fyrir leik: Þetta er lykilleikur í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa unnið einn leik. Keflavík vann öruggan 18 stiga sigur í fyrsta leiknum í Bítlabænum en KR hefndi með 10 stiga sigri í Vesturbænum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og KR lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Keflavík er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Dominosdeildar kvenna eftir öruggan 72-51 sigur á KR á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík komst í 12-0 og lagði grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 36-20. Keflavík leiðir 2-1 í einvígi liðanna en þrjá sigra þarf til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Næsti leikur fer fram á heimavelli KR 29.apríl og þar getur Keflavík orðið Íslandsmeistari með sigri. Ekki lék nokkur vafi á því hvort liðið mætti tilbúnara í Keflavík í kvöld. Heimastúlkur keyrðu yfir ráðþrota gestina og komust í 12-0 forystu í fyrsta leikhluta. Varnarleikur Keflavíkur var til fyrirmyndar en leikmenn KR gerðu sig seka um að fara í felur á ögurstundu í stað þess að mæta krafti Keflavíkurliðsins. Yfirburðir Keflavíkur héldu áfram út leikhlutann og að honum loknum leiddi Keflavík með 14 stigum, 25-11. Annar leikhluti fer seint í sögubækurnar sem skemmtilegur körfuboltaleikur. Liðunum gekk bölvanlega að hitta í körfuna og þegar aðeins 1 mínúta var eftir af hálfleiknum, höfðu liðin aðeins skorað 6 stig hvort. Síðasta mínútan varð hins vegar bráðskemmtileg og hálfleiknum lauk með nettri þriggja stiga körfu Jessicu Ann Jenkins í spjaldið og ofan í. Keflavík hélt því til búningsherbergja með 16 stiga forskot, 36-20 en frammistaða KR í fyrri hálfleik var skelfileg. Hafa má þó í huga að Keflavík leyfði gestunum aldrei að ná neinu flæði í sinn leik og eiga hrós skilið. KR mætti með baráttuhug í síðari hálfleikinn en Keflvíkingar virtust alltaf eiga svör við öllum þeirra aðgerðum. Alltaf þegar Vesturbæingar virtust vera að koma sér inn í leikinn, kom góður kafli frá Keflavík sem slökkti aftur í þeim. Birna Valgarðsdóttir setti niður mikilvægar körfur og liðsvörn Keflavíkur stóð sig vel í því að þvinga Shannon McCallum í erfiðar stöður. Staðan var 55-42 eftir þrjá leikhluta og KR-liðið í raun heppið að vera aðeins 13 stigum undir. Keflavík náði 17 stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Lokatölur 72-51 fyrir Keflavík sem var sterkari aðilinn allan tímann. Varnarleikur Keflavíkur var mjög sterkur og lykilmenn KR virkuðu pirraðar á því hversu stíft var tekið á þeim. Í sókninni fór herforinginn Birna Valgarðsdóttir fyrir sínu liði en allir leikmenn Keflvíkinga eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu í kvöld. KR náði aldrei neinu flæði í sinn leik og herbragð Keflvíkinga að setja Shannon McCallum í gjörgæslu, riðlaði leik liðsins algjörlega.Sigurður:Gríðarlega ánægður með einbeitinguna „Þetta var eiginlega aldrei spurning í kvöld. Við náðum góðri forystu og héldum henni alveg til leiksloka, þrátt fyrir ágæt áhlaup frá KR,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Nálgunin hjá okkur var öðruvísi en í síðasta leik og ég er virkilega ánægður með stelpurnar og þeirra hugarfar í kvöld.“ Sigurður gaf lítið fyrir þær raddir sem segja Shannon McCallum grátt leikna inni á vellinum. „Pálína Gunnlaugsdóttir er bara frábær varnarmaður sem er að spila virkilega vel á hana og þetta tal um grófan leik okkar gegn McCallum er einfaldlega ekki rétt. Að hún sé orðin pirruð inni á vellinum er þeirra vandamál, ekki okkar. Okkar hlutverk núna er að halda okkur við efnið, mæta einbeittar í næsta leik og þá eru okur allir vegir færir,“ sagði Sigurður að lokum.Finnur: Skammarleg frammistaða. Það var þung brúnin á Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR eftir leikinn. „Við gerum eiginlega ekkert rrétt í þessum leik og þetta áhlaup sem við fáum á okkur í byrjun setur okkur út af laginu. Þessi frammistaða var í einu orði sagt, skammarleg.“ Þjálfarinn var sammála því að hans leikmenn hefðu mætt óstyrkar til leiks, „Við eigum að vita það að Keflavík mætir ákaflega grimmt til leiks hérna en við hverfum bara inn í skelina og eigum ekki neitt skilið úr þessum leik, svo einfalt er það.“Birna: Pálína er eins og púðurkerling í brókunum á manni. Gamli refurinn, Birna Valgarðsdóttir, átti skínandi leik í kvöld fyrir Keflavík. „Það var virkilega ljúft að landa sigri hér í kvöld, sérstaklega eftir dapran leik okkar í síðasta leik.“ Birna glotti þegar blaðamaður minntist á að ennþá væri líf í gömlu hetjunni. „Ég kann ennþá að skjóta maður og það var allt ofan í í dag.“ Varnarleikur Pálínu Gunnlaugsdóttur kom til tals. „Það er náttúrulega hundleiðinlegt að hafa Pálínu í buxunum á manni í 40 mínútur. Hún er bara eins og lítil púðurkerling á manni allan tíman og það er skiljanlegt að kaninn þeirra hafi verið orðin pirruð,“ sagði Birna brosandi.Úrslit:Keflavík-KR 72-51 (25-11, 11-9, 19-22, 17-9)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/12 fráköst, Jessica Ann Jenkins 17/8 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/5 fráköst, Shannon McCallum 9/14 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 7, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 6/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3/6 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0.Bein textalýsing úr Toyota-höllinni:Leik lokið | 72-51: Sanngjarn sigur Keflavíkur.39. mín | 72-48: Þetta rúllar vel hjá heimastúlkum.38. mín | 67-48: Úrslitin eru ráðin í Toyota-höllinni. Keflvíkingar eru einfaldlega betri í kvöld.36. mín | 63-46: Keflavík stýrir þessum leik frá a til ö. KR er að mæta öfjörlum sínum í kvöld.34. mín | 61-42: Shannon McCallum er í tómu tjóni hér í kvöld. Kempan er að láta þéttan varnarleik Keflvíkinga fara í sínar fínustu og það er aldrei vænlegt til árangurs.32. mín | 59-42: Keflavík skorar fyrstu tvær körfurnar í 4. leikhluta og nær þægilegu 17 stiga forskoti. Þetta er brekka fyrir Vesturbæjardömur.3. leikhluta lokið | 55-42: Keflavík heldur ágætri forystu en þetta er alls ekki búið.29. mín | 55-39: Birna Valgarðsdóttir er að spila eins og 16 ára tryppi hér í kvöld. Þvílíkur vilji og barátta, algjörlega til fyrirmyndar.28. mín | 50-34: Aftur er munurinn orðinn 16 stig og Finnur tekur leikhlé. Keflavík heldur heljartaki á KR-liðinu sem hefur fá svör við áköfum leik Bítladætra.27. mín | 46-34: Það er líf í KR-stelpum þessa stundina. Varnarleikur liðsins er að batna og leikmenn sýna meiri ákveðni í sókninni.24. mín | 41-28: Liðin skiptast á að skora í augnablikinu. Það er fátt sem bendir til annars en þægilegs heimasigurs.21. mín | 36-22: Fyrsta karfa seinni hálfleiks tilheyrir KR. Nú er að sjá hvort að þær hafi hent inn handklæðinu eða ætli að berjast til síðasta blóðdropa.Hálfleikur | 36-20: Keflavík skorar síðustu 5 stig fyrri hálfleiks og heldur til búningsherbergja með 16 stiga forystu. Jessica Ann Jenkins bauð upp á silkimjúkan þrist á síðustu sekúndu hálfleiksins, í spjaldið og ofan í körfuna.19. mín | 31-20: Flottur þristur frá Björg Einarsdóttur og nú er þetta allt í einu orðið galopið. Keflavík hefur aðeins skorað 6 stig á 9 mínútum.17. mín | 29-17: Þetta er skárra hjá gestunum en sóknarleikur Keflavíkur er mjög stirður í augnablikinu og leikmenn gera sig seka um klaufaleg mistök.14. mín | 29-15: KR er byrjað að finna Helgu Einarsdóttur í teignum og hún hefur skorað tvær körfur í röð. McCallum þarf hins vegar að girða sig í brók og vera sýnilegri.11. mín | 29-11: Þetta heldur áfram þar sem frá var horfið. „Sláturhúsið“ stendur undir nafni í augnablikinu.1. leikhluta lokið | 25-11: 14 stiga forysta heimastúlkna og það verður að teljast mjög sanngjarnt. Leikmenn KR virka stressaðir og ekki tilbúnar í slaginn.8. mín | 23-8: Þetta er ekkert að skána hjá KR. Hreyfingin á Keflavíkurliðinu í sókninni er til fyrirmyndar og Birna er gjörsamlega að fara hamförum. Hún er bara eins og gott rauðvín (ekki Merlot), betri með aldrinum.7. mín | 15-2: Shannon McCallum skorar loks eftir rúmar 6 mínútur en Birna svarar með rándýrum þristi. Öll stemming er Keflavíkurmegin.6. mín | 12-0: Feikisterk vörn Keflavíkur setur gestina í alls kyns vandræði. Finnur verður að finna einhverjar lausnir á þessu ef ekki á illa að fara.4. mín | 8-0: KR-liðið er við frostmark og hefur ekki skorað ennþá. Finnur Freyr tekur leikhlé.2. mín | 3-0: Fyrsta karfan tilheyrir Keflavík og auðvitað er það Birna Valgarðsdóttir sem setur niður þrist.1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn og KR vinnur uppkastið.Fyrir leik: Vallarþulurinn fær 9,5 fyrir sína frammistöðu með hljóðnemann. Fagmennska og hávaði í góðum hlutföllum.Fyrir leik: Jæja, 6 mínútur í leik og fólk byrjað að streyma í húsið. Kefvíkingar eru smekkfólk á tónlist og hrista hér fram Beat-it með Michael Jackson heitnum. Áhorfendur dilla sér með og það sjást lipur tilþrif inn á milli.Fyrir leik: KR notaði leikmannahópinn betur og stigaskor liðsins dreifðist betur á milli leikmanna. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst með 19 stig og McCallum setti 18 stig. Áðurnefnd Guðrún Gróa átti prýðilegan leik með 7 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar.Fyrir leik: Jessica Ann Jenkins og Pálína Gunnlaugsdóttir voru einu leikmenn Keflavíkur með meðvitund í síðasta leik. Þær stöllur skoruðu báðar 19 stig í 75-65 tapi eða tæplega 60% stiga liðsins. Körfubolti er liðsíþrótt og Keflavík verður einfaldlega að fá framlag frá fleiri leikmönnum í kvöld.Fyrir leik: Keflavík teflir fram leikmönnum á öllum aldri. Baráttuhundurinn Birna Valgarðsdóttir er 37 ára gömul en yngsti leikmaður liðsins tekur bílprófið á þessu ári.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilaði vel í síðasta leik og gældi við þrefalda tvennu. Gott mál fyrir KR að Gróa hafi lagt kraftlyftingalóðin á hilluna og sé byrjuð að spila körfubolta aftur.Fyrir leik: Finnur Stefánsson, þjálfari KR, kvartaði yfir harkalegri meðferð á Shannon McCallum, erlendum leikmanni KR eftir fyrsta leikinn. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, blés á þetta og sagði kvartanir kollega síns „hlægilegar“.Fyrir leik: Þetta er lykilleikur í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa unnið einn leik. Keflavík vann öruggan 18 stiga sigur í fyrsta leiknum í Bítlabænum en KR hefndi með 10 stiga sigri í Vesturbænum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og KR lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira