Tólf þúsund eintök af framsóknarblaði í vitlaust kjördæmi VG skrifar 22. apríl 2013 19:50 Forsíða Dagur Austri sem meðal annar Ísfirðingar fengu inn um lúguna. „Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins. Kosningar 2013 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins.
Kosningar 2013 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira