Keppt var í frjálsum íþróttum á föstudagskvöldið en í gær var keppt í borðtennis og lyftingum í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og boccia í Laugardalshöll.
Sundið er alltaf fyrirferðamikið á mótinu og var engin undantekning á því í ár. Fjölmörg Íslandsmet féllu um helgina, níu á laugardeginum og fimm í gær. Met gærdagsins má sjá hér að neðan.
5 Íslandsmet á síðari keppnisdegi á Íslandsmóti Fatlaðra í sundi

Karen Axelsdóttir S2 50 bak 1:53,39
Guðmundur H. Hermannsson S9 50 bak 0:39,89
Hjörtur M. Ingvarsson S5 50 bak 0:55,62
Thelma Björg Björnsdóttir S6 100 frjálst 1:27,90
Sverrir Gíslason var með myndavélina á lofti alla helgina. Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá sunnudeginum.