Leitað að leikstjóra næstu James Bond-myndar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. maí 2013 16:22 Sam Mendes (t.v.) og Daniel Craig við tökur Skyfall. Kvikmyndin Skyfall sló í gegn á síðasta ári og leita Sony og Eon, framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna um James Bond, að leikstjóra næstu myndar um hetjuna. Variety greinir frá. Ekkert hefur enn verið ákveðið, en nöfn sem nefnd hafa verið eru Nicolas Winding Refn (Drive), Ang Lee (Life of Pi), Tom Hooper (The King's Speech) og Shane Black (Iron Man 3). Heimildarmenn Variety segja töluverðan tíma geta liðið þar til ákvörðun verður tekin, en samningur leikarans Daniels Craig felur í sér tvær myndir til viðbótar. Hann er þó til skoðunar og eru leiddar líkur að því að mögulega muni stjarnan hafa eitthvað að segja um leikstjóravalið. Þá hefur Svarthöfði eftir Deadline að enn sé reynt að fá leikstjórann Sam Mendes til að endurtaka leikinn, en hann leikstýrði Skyfall og voru framleiðendur seríunnar himinlifandi með árangurinn. Handritshöfundur Skyfall, John Logan, hefur samþykkt að skrifa handritið, en fyrirhugað er að frumsýna næstu mynd árið 2016. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Skyfall sló í gegn á síðasta ári og leita Sony og Eon, framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna um James Bond, að leikstjóra næstu myndar um hetjuna. Variety greinir frá. Ekkert hefur enn verið ákveðið, en nöfn sem nefnd hafa verið eru Nicolas Winding Refn (Drive), Ang Lee (Life of Pi), Tom Hooper (The King's Speech) og Shane Black (Iron Man 3). Heimildarmenn Variety segja töluverðan tíma geta liðið þar til ákvörðun verður tekin, en samningur leikarans Daniels Craig felur í sér tvær myndir til viðbótar. Hann er þó til skoðunar og eru leiddar líkur að því að mögulega muni stjarnan hafa eitthvað að segja um leikstjóravalið. Þá hefur Svarthöfði eftir Deadline að enn sé reynt að fá leikstjórann Sam Mendes til að endurtaka leikinn, en hann leikstýrði Skyfall og voru framleiðendur seríunnar himinlifandi með árangurinn. Handritshöfundur Skyfall, John Logan, hefur samþykkt að skrifa handritið, en fyrirhugað er að frumsýna næstu mynd árið 2016.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira