Keflavík Music Festival í uppnámi KH og JBG skrifar 7. júní 2013 11:03 Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir dagskránna hafa riðlast. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma, vandar skipuleggjendum ekki kveðjurnar. Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira