Þóttist vera tveir menn í samskiptum við tölvuverslun 4. júní 2013 13:28 Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. "Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. „Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36