Arnold og Sly flýja úr fangelsi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 15:47 Veggspjald myndarinnar kitlar hasarhunda um víða veröld. Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein