Breyta þarf stjórnarskrá til að leggja niður Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:11 ANTON/samsett „Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum." Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum."
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira