Munu ekki setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með breytingar á Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 14:58 Katrín Jakobsdóttir segir að vilji sé innan Vinstri grænna til að breyta lögum um landsdóm. Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu." Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu."
Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira