Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2013 20:15 Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira