Útlitsbreytingar í Nissan Juke slá í gegn Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 11:45 Um margt er að velja fyrir þá sem vilja gera sinn Nissan Juke sérstakan útlits. Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent