Neitun Jim Carrey sögð milljarða virði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 16:31 Réttsælis frá vinstri: Leikarinn Jim Carrey, leikstjórinn Jeff Wadlow og myndasöguhöfundurinn Mark Millar. samsett mynd Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“ Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein