„Nú vaska ég kannski einu sinni upp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 18:28 Róbert Aron í háloftunum með Fram. Mynd/Stefán Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara. Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira