Stuðningsmenn kýpverska liðsins APOEL fögnuðu í morgun þegar félagið datt í lukkupottinn og hreppti lausa sætið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í vetur.
Tyrkneska félagið Fenerbahce var á dögunum dæmt í tveggja ára keppnisbann frá Evrópukeppnum. Félagið er sakað um að hafa reynt að hagræða úrslitum í leikjum sínum. Liðið var eitt þeirra 48 sem höfðu tryggt sæti sitt í riðlakeppni Evrópudeildar og því losnaði eitt sæti.
31 lið féll úr keppni í umspilinu í gærkvöldi og var dregið um hvert þeirra liða myndu taka sæti Fenerbahce. FH, sem beið lægri hlut 5-2 gegn Genk í gærkvöldi og samanlagt 7-2, var í pottinum. Kýpverjarnir höfðu heppnina með sér að þessu sinni.
Dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag klukkan 11. 48 lið eru í pottinum og verða riðlarnir því tólf.
Heppnin ekki með FH í lottóinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn


Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti