Þorsteinn Már sakar seðlabankastjóra um lygar og offors Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“ Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira