Annar Datsun á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 13:15 Datsun Go er lítill og ódýr Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent