Pólverjar kaupa íslenskar gærur og selja þær svo aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2013 19:16 Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“ Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira