Þakklátur faðir skrifaði Källström bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2013 10:45 Källström og Max í Stokkhólmi á dögunum. Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira