Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 17:13 myndir/ASTRSK PR Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi. Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi.
Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira