Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 73-76 | Úrslit kvöldsins Árni Jóhannsson skrifar 17. nóvember 2013 18:26 Mynd/Stefán Valur gerði góða ferð til Keflavíkur og vann þar þriggja stiga sigur í Domino's-deild kvenna í kvöld. Keflavík var með tíu stiga forystu á Val fyrir leikinn í kvöld en Valskonur höfðu betur eftir spennandi lokasprett. Snæfell og KR unnu örugga sigra í hinum leikjum kvöldsins. Snæfellingar unnu Hamar, 88-58, og KR-ingar höfðu betur gegn Njarðvíkingum, 86-47, í botnslag deildarinnar. Tölfræði leikjanna má sjá hér fyrir neðan. Keflavík og Snæfell eru nú jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar en KR er nú komið með sex stig í næstneðsta sæti. Fyrstu mínútur leiksins í Keflavík voru jafnar og spennandi og var jafnt á öllum tölum fyrstu fjórar mínúturnar eða þangað til Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og kom gestunum í fjögurra stiga forystu. Valskonur náðu að auka forskotið jafnt og þétt í 9 stig þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrsta fjórðung. Þá tók Porsche Landry við sér og skoraði síðustu sex stig fjórðungsins og lagaði stöðuna í þriggja stiga forystu gestanna þegar fjórðungnum lauk. Keflavík byrjaði annan leikhluta betur og komust yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu leiksins þegar átta mínútur voru eftir af öðrum fjórðung. Keflvíkingar komust mest í sex stiga forystu í öðrum leikhluta en Valur vann til baka náði að halda sér tveimur til fjórum stigum frá heimakonum þangað til í hálfleik. Staðan í hálfleik 41-38 fyrir Keflavík. Stigahæstar í fyrri hálfleik voru Sara Rún Hinriksdóttir fyrir Keflavík með 14 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir hjá Val með 16 stig. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks héldu heimakonur áfram að spila vel og héldu Valskonum frá sér en liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar í þriðja fjórðung. Valskonur hertu þá tökin í vörninni og náðu að komast yfir þegar rúmar sjö mínútur lifðu af fjórðungnum. Gestirnir náðu hinsvegar ekki að hrista Keflvíkinga af sér og þegar fjórðungurinn var úti var staðan 52-51 Val í vil og leikurinn í járnum. Valskonur héldu áfram að spila góða vörn í fjórða leikhluta og nýttu sóknir sínar mjög vel og komust mest í sjö stiga forystu þegar 3:42 voru eftir af leiknum. Þær náðu að halda því forskoti þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir en þá rönkuðu heimakonur við sér og skoruðu sex stig í röð og var munurinn ekki nema eitt stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þá tók við æsispennandi lokasprettur þar sem liðin skiptust á að skora en Keflvíkingar náðu ekki að komast yfir en Valskonur voru alveg pollrólegar á vítapunktinum á lokasekúndunum þegar heimakonur byrjuðu að brjóta á þeim til að freista þess að þær klikkuðu. Þegar tvær sekúndur voru eftir var þriggja stiga munur og Keflavík gat tekið eitt skot en Jaleesa Butler varði skot Porsche Landry og þar við sat.Lokastaðan 73-76 fyrir Val. Keflavík er enn í fyrsta sæti deildarinnar en Snæfell er þó búið að jafna þær að stigum. Valur nær ekki að hækka sig um sæti en eru núna jafna Hamar að stigum í fimmta til sjötta sæti með átta stig.Kristrún Sigurjónsdóttir: Sterkt að koma í Keflavík og vinna toppliðið „Þetta var mjög skemmtilegur leikur, við ætluðum okkur náttúrulega að sigra eftir virkilega dapra byrjun. Það var virkilega sterkt að koma í Keflavík og vinna toppliðið, þannig að ég vona að við séum kannski að komast inn á einhverja sigurbraut og við byggjum ofan á þetta.“ Þannig voru fyrstu viðbrögð stigahæsta leikmanns leiksins kvöld, Kristrúnar Sigurjónsdóttur eftir að Valskonur höfðu unnið Keflavík fyrr í kvöld. Hún var því næst spurð að því hvort Valsliðið hafi þurft að endurmeta markmið sín eftir slæma byrjun á tímabilinu. „Alls ekki, við höfum bara þurft að líta inn á við og sjá hvað hefur verið að klikka. Við erum með það sterkt lið að við eigum alveg að vera við toppinn. Það er búið að vera smá stress en þetta er náttúrulega bara byrjunin og þetta ætti að vera að koma hjá okkur núna.“ Eins og áður sagði var Kristrún stigahæst í kvöld með 29 stig og var hún ánægð með sitt framlag í kvöld. „Ég var að hitta úr opnu skotunum, það hefur ekki verið að gerast undanfarið en það er mjög gaman þegar það gerist.“Ágúst Björgvinsson: Mjög margt jákvætt í leik okkar Aðspurður að því hvað hafði skapað sigur Valskvenna í kvöld, sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari að baráttan hefði skipt sköpum. „Við vorum að berjast, sóknarleikurinn var einnig mjög góður fyrir utan hvað við erum að brenna af góðum færum. Við erum að misnota of mörg góð færi. Varnarlega stígum við upp í seinni hálfleik, við vorum ekki að spila nógu góða vörn í fyrri hálfleik og mjög margt jákvætt í þessum leik hjá okkur.“ Hann var spurður að því hvort það myndi ekki gefa leikmönnum liðsins auka sjálfstraust að koma til Keflavíkur og vinna. „Ég vona að það gefi okkur sjálfstraust. Við erum reyndar vanar að koma hingað og vinna, erum búnar að gera það nokkrum sinnum á þessu ári og við notuðum það til að mótivera okkur fyrir þennan leik. Þetta er síðasti leikur sem við spilum við Keflavík á þessu ári í Keflavík og við ætluðum að klára það með sigri.“ „Við reynum að skerpa fókusinn á þau markmið sem við erum með og að horfa styttra fram í tímann. Núna reynum við að horfa bara á eina umferð og einn leik í einu. Svo reynum við að vinna í markmiðunum bara fyrir og eftir leik“, sagði Ágúst þegar hann var spurður að því hvort hann hafi þurft að breyta markmiðum liðsins eftir slæma byrjun á tímabilinu.Andy Johnston: Fráköst okkar helsta vandamál Þjálfari Keflavíkur var spurður hvort lið hans hafi getað gert eitthvað betra í sínum leik til að ná sigri. „Stíga út og ná fráköstum. Það er okkar helsta vandamál þessa dagana, það er að stíga leikmenn hins liðsins út. Við höfum verið að vinna í þessu og í síðasta leik á móti Grindavík gerðum við það vel og tókum fleiri fráköst en þær. Í dag vorum við 10 fráköstum undir í hálfleik en enduðum með sjö fráköst færra heldur en Valur. Þannig að við náðum að bæta okkur aðeins. Síðan er það hvernig við framkvæmum sóknirnar okkar. Það kom runa af sóknum þar sem við fengum ekkert út úr sóknunum, þar sem við hefðum þurft að skora úr allavega nokkrum. Liðið spilaði hinsvegar af hörku og kom okkur í færi á að stela sigrinum og get ég verið ánægður með það.“ Aðspurður um hvort það kæmi honum á óvart að Valur væri ekki hærra í töflunni en raun ber vitni í dag, sagði Andy: „Þetta er langt tímabil og lið eru að toppa á mismunandi tímapunktum ásamt því að þróast yfir allt tímabilið. Þær eru góðar, við unnum þær seinast á flautukörfu þannig að það var ekki eins og ég hélt að við myndum mæta hér í kvöld og vinna með 20 stigum. Ég vissi að þetta yrði stríð og mér fannst við ekki spila nógu vel á báðum endum vallarins. Þær hittu líka úr skotum þegar þær þurftu á því að halda.“ „Markmið okkar eru að spila af fullri hörku í hverri sókn, við erum að verða betri með hverjum leik en við eigum við smá meiðsla vandræði að stríða þessa stundina. Við getum samt ekki notað það sem afsökun né að við séum mjög ungar. Ég er nokkuð viss um að við séum með yngsta liðið í deildinni. Þess vegna er ég mjög stoltur því ég held að enginn hafi búist við því fyrir tímabilið. Við erum hinsvegar 8/2 í deildinni á toppnum, það er vika í næsta leik og við verðum að gera okkur klárar í næsta leik, þetta er langt tímabil“, sagði Andy um hvort liðið væri að ná markmiðum sem sett voru fyrir tímabilið.Úrslit kvöldsins:Keflavík-Valur 73-76 (21-24, 20-14, 10-14, 22-24)Keflavík: Porsche Landry 27/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 20/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 29/5 fráköst, Jaleesa Butler 15/12 fráköst/6 stolnir/5 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/11 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0/4 fráköst.Snæfell-Hamar 88-58 (11-15, 26-13, 29-19, 22-11)Snæfell: Chynna Unique Brown 24/7 fráköst/8 stolnir, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 14/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst/12 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/11 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/5 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 2.Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 17, Di'Amber Johnson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 2.KR-Njarðvík 86-47 (22-9, 14-13, 27-12, 23-13)KR: Ebone Henry 30/17 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25/14 fráköst/5 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Björg Guðrún Einarsdóttir 8, Anna María Ævarsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Njarðvík: Jasmine Beverly 15/14 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 4/6 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Textalýsing:4. leikhluti | 73-76: Jaleesa Butler varði skot Porsche Landry og þar með gall flautan. Valssigur í TM-höllinni í flottum leik.4. leikhluti | 73-76: Kristrún nýtti bæði vítin, það er tími fyrir eitt skot hjá Keflavíkur konum en það verður að telja. Leikhlé tekið þegar 02:88 sek. eru eftir.4. leikhluti | 73-74: Valur nýtti tvö vítaskot en Keflavík svaraði og voru fljótar að brjóta þegar 3 sek eru eftir.4. leikhluti | 71-72: Bryndís Guðmundsdóttir skorar og fær vítaskot að auki sem hún nýtir. 25 sek. eftir.4. leikhluti | 68-72: Kristrún Sigurjónsdóttir með rosalegan þrist og munurinn er orðinn fjögur stig. Keflavík tekur leikhlé þegar 29 sek. eru eftir.4. leikhluti | 68-69: Eins stigs munur og tæp ein og hálf mínúta eftir af leiknum.4. leikhluti | 62-69: Jaleesa Butler lék eftir sama leik og Bryndís á hinum enda vallarins. 2:21 eftir.4. leikhluti | 62-66: Bryndís Guðmundsdóttir skoraði körfu og náði sér í villu þar að auki og nýtti vítaskotið. 2:44 eftir.4. leikhluti | 57-64: Valskonur eru búnar að ná fínu forskoti hérna. Keflvíkingar eru ekki að nýta sóknir sínar nógu vel. 3:42 eftir.4. leikhluti | 57-62: Jaleesa Butler varði þriggja stiga skot Bryndísar Guðmundsdóttur þannig að skotklukkan rann út. Valskonur fóru í sókn og það var brotið á leikmanni þeirra í þriggja stiga skoti. Unnur Ásgeirsdóttir nýtti 2 af þremur vítum. 4:30 eftir.4. leikhluti | 55-58: Þriggja stiga munur í TM-höllinni og 6:21 eftir. Bæði lið hafa verið að klikka á opnum skotum.4. leikhluti | 53-58: Jaleesa Butler er búin að skora síðustu fjögur stig Valskvenna en Porsche Landrey hefur rofið 20 stiga múrinn. 7:52 eftir.4. leikhluti | 51-54: Lokafjórðungurinn er hafinn og Valskonur skoruðu fyrstu körfuna 9:40 eftir.3. leikhluti | 51-52: Leikhlutanum er lokið og það er allt í járnum hérna í Keflavík. Það virtist ætla að sjóða upp úr í lok leikhlutans en Ragna Margrét Brynjarsdóttir virtist grípa utanum höfuðið á Bryndísi Guðmundsdóttur sem tók því náttúrulega ekki vel. Allt stefnir í hörku endi á leiknum.3. leikhluti | 51-52: Valskonur skoruðu en Keflvíkingar voru ekki lengi að svara því. 44 sek. eftir.3. leikhluti | 49-50: 2:11 eftir af fjórðungnum og nú eru liðin meira í að klikka á skotum eða tapa boltanum.3. leikhluti | 49-50: Enn er skipst á að skora og heldur áframa að vera æsispennandi hér í TM- höllinni. Liðin hafa þó verið að tapa boltanum en gera það til skiptis þannig að það hallar á engan. 3:49 eftir.3. leikhluti | 45-46: Kristrún Sigurjónsdóttir rýfur 20 stiga múrinn og kemur Valskonum yfir þegar 6:59 eru eftir. Kristrún er komin með 22 stig.3. leikhluti | 45-43: Porsche Landry er komin með 15 stig og kemur Keflavík yfir. 7:16 eftir.3. leikhluti | 41-41: Kristrún Sigurjónsdóttir skorar sína fjórðu þriggja stiga körfu og jafnar leikinn. 9:12 eftir.3. leikhluti | 41-38: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru Keflavíkurkonur sem hefja leik. 9:55 eftir.2. leikhluti | 41-38: Það er kominn hálfleikur, Keflavík skoraði seinustu körfu hálfleiksins og spiluðu síðan flotta vörn sem varð til þess að skotklukkan rann út hjá Val og þar með var hálfleikurinn búinn.2. leikhluti | 39-38: Valur tekur leikhlé þegar 53 sek. eru eftir.2. leikhluti | 37-37: Valur jafnar leikinn þegar 1:36 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 37-33: Keflavík nær að halda Valskonum frá sér, en þær eru ekki langt undan. Þetta verður vonandi spennandi fram á seinustu sekúndu. 2:34 eftir.2. leikhluti | 35-33: Keflavík tekur leikhlé þegar 3:34 eru eftir.2. leikhluti | 33-31: 4:37 eftir af fjórðungnum og er komin mikil barátta í leikmenn beggja liða, það er hent sér eftir hverjum bolta.2. leikhluti | 31-29: Valskonur svara eftir leikhléið með tveimur ósvöruðum körfum. 6:36 eftir.2. leikhluti | 31-25: Valur tekur leikhlé þegar 7:21 eru eftir af fjórðungnum. Keflavík er á 6-0 sprett og þjálfara Vals finnst að það þurfi að kítta í lekann.2. leikhluti | 27-25: Keflavíkur konur eru komnar yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. 8 mín. eftir.2. leikhluti | 23-24: Það má taka það fram að Kristrún hitti 3 þriggja stiga skotum í jafnmörgum tilraunum í fyrsta leikhluta. 8:48 eftir.2. leikhluti | 23-24: Annar leikhluti hafinn og munurinn kominn niður í eitt stig. 9:38 eftir.1. leikhluti | 21-24: Fyrsta leikhluta er lokið og Porsche Landry lagaði stöðuna töluvert fyrir heimamenn með því að skora síðustu sex stig fjórðungsins. Kristrún Sigurjónsdóttir er hinsvegar komin með 14 stig fyrir gestina.1. leikhluti | 19-24: Porsche Landry með flott gegnumbrot fyrir Keflavík. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 15-24: Mesti munur á liðinum hingað til. Valskonur eru 3 af 4 fyrir utan línuna. 1:48 eftir.1. leikhluti | 13-21: Valskonur halda áfram þaðan sem frá var horfið fyrir leikhlé. Átta stiga forysta þessa stundina. 3:35 eftir.1. leikhluti | 11-16: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:58 eru eftir af fyrsta leikhluta. Valur er að komast auðveldlega að körfunni og eru að skapa sér opin skot. Andy Johnston hefur væntanlega ekki verið ánægður með varnarvinnuna og tók leikhlé.1. leikhluti | 10-14: Tveir þristar í röð hjá Valskonum og þær ná smá forystur. 5:41 eftir.1. leikhluti | 6-6: Það er jafnt á öllum tölum hér fyrstu mínúturnar. Bryndís Guðmundsdóttir er búin að skora öll stig heimamanna. 7:29 eftir.1. leikhluti | 2-4: Valskonur náðu þó ekki að nýta fyrstu sóknina sína og Keflavík skoraði fyrstu körfuna. Gestirnir voru fljótar að janfa og eru komna yfir. 8:44 eftir.1. leikhluti | 0-0: Boltanum hefur verið kastað upp og það eru Valskonur sem ná boltanum og hefja sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er stutt í leik og liðin eru búin að fara inn í klefa að fá seinustu fyrirmælin frá þjálfurum sínum og nú er hitað upp af auka krafti til að vera eins tilbúin í leikinn eins og hugsast getur. Örfáir áhorfendur eru mættir í stúkuna, ég vona nú að fleiri mæti því þetta er stórleikur í deildinni.Fyrir leik: Í seinustu umferð lögðu Keflvíkingar nágranna sína frá Grindavík með 20 stigum á útivelli en Valskonur töpuðu heima fyrir Snæfell með þremur stigum.Fyrir leik: Fyrir tímabilið var þessum liðum spáð ólíku gengi, Valskonum var spáð fyrsta sætinu en Keflvíkingum því fimmta. Nú þegar rúmlega þriðjungur er búinn af tímabilinu eru liðin á svipuðum stað og spárnar gerðu ráð fyrir nema að það eru Keflavíkur konur sem eru í efsta sæti með 16 stig og Valskonur eru í sjötta sæti með sex stig.Fyrir leik: Komið sælir lesendur, Boltavakt Vísis heilsar ykkur úr Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Hér mun fara fram leikur Keflavíkur og Vals í Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Valur gerði góða ferð til Keflavíkur og vann þar þriggja stiga sigur í Domino's-deild kvenna í kvöld. Keflavík var með tíu stiga forystu á Val fyrir leikinn í kvöld en Valskonur höfðu betur eftir spennandi lokasprett. Snæfell og KR unnu örugga sigra í hinum leikjum kvöldsins. Snæfellingar unnu Hamar, 88-58, og KR-ingar höfðu betur gegn Njarðvíkingum, 86-47, í botnslag deildarinnar. Tölfræði leikjanna má sjá hér fyrir neðan. Keflavík og Snæfell eru nú jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar en KR er nú komið með sex stig í næstneðsta sæti. Fyrstu mínútur leiksins í Keflavík voru jafnar og spennandi og var jafnt á öllum tölum fyrstu fjórar mínúturnar eða þangað til Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og kom gestunum í fjögurra stiga forystu. Valskonur náðu að auka forskotið jafnt og þétt í 9 stig þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrsta fjórðung. Þá tók Porsche Landry við sér og skoraði síðustu sex stig fjórðungsins og lagaði stöðuna í þriggja stiga forystu gestanna þegar fjórðungnum lauk. Keflavík byrjaði annan leikhluta betur og komust yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu leiksins þegar átta mínútur voru eftir af öðrum fjórðung. Keflvíkingar komust mest í sex stiga forystu í öðrum leikhluta en Valur vann til baka náði að halda sér tveimur til fjórum stigum frá heimakonum þangað til í hálfleik. Staðan í hálfleik 41-38 fyrir Keflavík. Stigahæstar í fyrri hálfleik voru Sara Rún Hinriksdóttir fyrir Keflavík með 14 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir hjá Val með 16 stig. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks héldu heimakonur áfram að spila vel og héldu Valskonum frá sér en liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar í þriðja fjórðung. Valskonur hertu þá tökin í vörninni og náðu að komast yfir þegar rúmar sjö mínútur lifðu af fjórðungnum. Gestirnir náðu hinsvegar ekki að hrista Keflvíkinga af sér og þegar fjórðungurinn var úti var staðan 52-51 Val í vil og leikurinn í járnum. Valskonur héldu áfram að spila góða vörn í fjórða leikhluta og nýttu sóknir sínar mjög vel og komust mest í sjö stiga forystu þegar 3:42 voru eftir af leiknum. Þær náðu að halda því forskoti þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir en þá rönkuðu heimakonur við sér og skoruðu sex stig í röð og var munurinn ekki nema eitt stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þá tók við æsispennandi lokasprettur þar sem liðin skiptust á að skora en Keflvíkingar náðu ekki að komast yfir en Valskonur voru alveg pollrólegar á vítapunktinum á lokasekúndunum þegar heimakonur byrjuðu að brjóta á þeim til að freista þess að þær klikkuðu. Þegar tvær sekúndur voru eftir var þriggja stiga munur og Keflavík gat tekið eitt skot en Jaleesa Butler varði skot Porsche Landry og þar við sat.Lokastaðan 73-76 fyrir Val. Keflavík er enn í fyrsta sæti deildarinnar en Snæfell er þó búið að jafna þær að stigum. Valur nær ekki að hækka sig um sæti en eru núna jafna Hamar að stigum í fimmta til sjötta sæti með átta stig.Kristrún Sigurjónsdóttir: Sterkt að koma í Keflavík og vinna toppliðið „Þetta var mjög skemmtilegur leikur, við ætluðum okkur náttúrulega að sigra eftir virkilega dapra byrjun. Það var virkilega sterkt að koma í Keflavík og vinna toppliðið, þannig að ég vona að við séum kannski að komast inn á einhverja sigurbraut og við byggjum ofan á þetta.“ Þannig voru fyrstu viðbrögð stigahæsta leikmanns leiksins kvöld, Kristrúnar Sigurjónsdóttur eftir að Valskonur höfðu unnið Keflavík fyrr í kvöld. Hún var því næst spurð að því hvort Valsliðið hafi þurft að endurmeta markmið sín eftir slæma byrjun á tímabilinu. „Alls ekki, við höfum bara þurft að líta inn á við og sjá hvað hefur verið að klikka. Við erum með það sterkt lið að við eigum alveg að vera við toppinn. Það er búið að vera smá stress en þetta er náttúrulega bara byrjunin og þetta ætti að vera að koma hjá okkur núna.“ Eins og áður sagði var Kristrún stigahæst í kvöld með 29 stig og var hún ánægð með sitt framlag í kvöld. „Ég var að hitta úr opnu skotunum, það hefur ekki verið að gerast undanfarið en það er mjög gaman þegar það gerist.“Ágúst Björgvinsson: Mjög margt jákvætt í leik okkar Aðspurður að því hvað hafði skapað sigur Valskvenna í kvöld, sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari að baráttan hefði skipt sköpum. „Við vorum að berjast, sóknarleikurinn var einnig mjög góður fyrir utan hvað við erum að brenna af góðum færum. Við erum að misnota of mörg góð færi. Varnarlega stígum við upp í seinni hálfleik, við vorum ekki að spila nógu góða vörn í fyrri hálfleik og mjög margt jákvætt í þessum leik hjá okkur.“ Hann var spurður að því hvort það myndi ekki gefa leikmönnum liðsins auka sjálfstraust að koma til Keflavíkur og vinna. „Ég vona að það gefi okkur sjálfstraust. Við erum reyndar vanar að koma hingað og vinna, erum búnar að gera það nokkrum sinnum á þessu ári og við notuðum það til að mótivera okkur fyrir þennan leik. Þetta er síðasti leikur sem við spilum við Keflavík á þessu ári í Keflavík og við ætluðum að klára það með sigri.“ „Við reynum að skerpa fókusinn á þau markmið sem við erum með og að horfa styttra fram í tímann. Núna reynum við að horfa bara á eina umferð og einn leik í einu. Svo reynum við að vinna í markmiðunum bara fyrir og eftir leik“, sagði Ágúst þegar hann var spurður að því hvort hann hafi þurft að breyta markmiðum liðsins eftir slæma byrjun á tímabilinu.Andy Johnston: Fráköst okkar helsta vandamál Þjálfari Keflavíkur var spurður hvort lið hans hafi getað gert eitthvað betra í sínum leik til að ná sigri. „Stíga út og ná fráköstum. Það er okkar helsta vandamál þessa dagana, það er að stíga leikmenn hins liðsins út. Við höfum verið að vinna í þessu og í síðasta leik á móti Grindavík gerðum við það vel og tókum fleiri fráköst en þær. Í dag vorum við 10 fráköstum undir í hálfleik en enduðum með sjö fráköst færra heldur en Valur. Þannig að við náðum að bæta okkur aðeins. Síðan er það hvernig við framkvæmum sóknirnar okkar. Það kom runa af sóknum þar sem við fengum ekkert út úr sóknunum, þar sem við hefðum þurft að skora úr allavega nokkrum. Liðið spilaði hinsvegar af hörku og kom okkur í færi á að stela sigrinum og get ég verið ánægður með það.“ Aðspurður um hvort það kæmi honum á óvart að Valur væri ekki hærra í töflunni en raun ber vitni í dag, sagði Andy: „Þetta er langt tímabil og lið eru að toppa á mismunandi tímapunktum ásamt því að þróast yfir allt tímabilið. Þær eru góðar, við unnum þær seinast á flautukörfu þannig að það var ekki eins og ég hélt að við myndum mæta hér í kvöld og vinna með 20 stigum. Ég vissi að þetta yrði stríð og mér fannst við ekki spila nógu vel á báðum endum vallarins. Þær hittu líka úr skotum þegar þær þurftu á því að halda.“ „Markmið okkar eru að spila af fullri hörku í hverri sókn, við erum að verða betri með hverjum leik en við eigum við smá meiðsla vandræði að stríða þessa stundina. Við getum samt ekki notað það sem afsökun né að við séum mjög ungar. Ég er nokkuð viss um að við séum með yngsta liðið í deildinni. Þess vegna er ég mjög stoltur því ég held að enginn hafi búist við því fyrir tímabilið. Við erum hinsvegar 8/2 í deildinni á toppnum, það er vika í næsta leik og við verðum að gera okkur klárar í næsta leik, þetta er langt tímabil“, sagði Andy um hvort liðið væri að ná markmiðum sem sett voru fyrir tímabilið.Úrslit kvöldsins:Keflavík-Valur 73-76 (21-24, 20-14, 10-14, 22-24)Keflavík: Porsche Landry 27/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 20/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 29/5 fráköst, Jaleesa Butler 15/12 fráköst/6 stolnir/5 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/11 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0/4 fráköst.Snæfell-Hamar 88-58 (11-15, 26-13, 29-19, 22-11)Snæfell: Chynna Unique Brown 24/7 fráköst/8 stolnir, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 14/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst/12 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/11 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/5 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 2.Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 17, Di'Amber Johnson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 2.KR-Njarðvík 86-47 (22-9, 14-13, 27-12, 23-13)KR: Ebone Henry 30/17 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25/14 fráköst/5 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Björg Guðrún Einarsdóttir 8, Anna María Ævarsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Njarðvík: Jasmine Beverly 15/14 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 4/6 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Textalýsing:4. leikhluti | 73-76: Jaleesa Butler varði skot Porsche Landry og þar með gall flautan. Valssigur í TM-höllinni í flottum leik.4. leikhluti | 73-76: Kristrún nýtti bæði vítin, það er tími fyrir eitt skot hjá Keflavíkur konum en það verður að telja. Leikhlé tekið þegar 02:88 sek. eru eftir.4. leikhluti | 73-74: Valur nýtti tvö vítaskot en Keflavík svaraði og voru fljótar að brjóta þegar 3 sek eru eftir.4. leikhluti | 71-72: Bryndís Guðmundsdóttir skorar og fær vítaskot að auki sem hún nýtir. 25 sek. eftir.4. leikhluti | 68-72: Kristrún Sigurjónsdóttir með rosalegan þrist og munurinn er orðinn fjögur stig. Keflavík tekur leikhlé þegar 29 sek. eru eftir.4. leikhluti | 68-69: Eins stigs munur og tæp ein og hálf mínúta eftir af leiknum.4. leikhluti | 62-69: Jaleesa Butler lék eftir sama leik og Bryndís á hinum enda vallarins. 2:21 eftir.4. leikhluti | 62-66: Bryndís Guðmundsdóttir skoraði körfu og náði sér í villu þar að auki og nýtti vítaskotið. 2:44 eftir.4. leikhluti | 57-64: Valskonur eru búnar að ná fínu forskoti hérna. Keflvíkingar eru ekki að nýta sóknir sínar nógu vel. 3:42 eftir.4. leikhluti | 57-62: Jaleesa Butler varði þriggja stiga skot Bryndísar Guðmundsdóttur þannig að skotklukkan rann út. Valskonur fóru í sókn og það var brotið á leikmanni þeirra í þriggja stiga skoti. Unnur Ásgeirsdóttir nýtti 2 af þremur vítum. 4:30 eftir.4. leikhluti | 55-58: Þriggja stiga munur í TM-höllinni og 6:21 eftir. Bæði lið hafa verið að klikka á opnum skotum.4. leikhluti | 53-58: Jaleesa Butler er búin að skora síðustu fjögur stig Valskvenna en Porsche Landrey hefur rofið 20 stiga múrinn. 7:52 eftir.4. leikhluti | 51-54: Lokafjórðungurinn er hafinn og Valskonur skoruðu fyrstu körfuna 9:40 eftir.3. leikhluti | 51-52: Leikhlutanum er lokið og það er allt í járnum hérna í Keflavík. Það virtist ætla að sjóða upp úr í lok leikhlutans en Ragna Margrét Brynjarsdóttir virtist grípa utanum höfuðið á Bryndísi Guðmundsdóttur sem tók því náttúrulega ekki vel. Allt stefnir í hörku endi á leiknum.3. leikhluti | 51-52: Valskonur skoruðu en Keflvíkingar voru ekki lengi að svara því. 44 sek. eftir.3. leikhluti | 49-50: 2:11 eftir af fjórðungnum og nú eru liðin meira í að klikka á skotum eða tapa boltanum.3. leikhluti | 49-50: Enn er skipst á að skora og heldur áframa að vera æsispennandi hér í TM- höllinni. Liðin hafa þó verið að tapa boltanum en gera það til skiptis þannig að það hallar á engan. 3:49 eftir.3. leikhluti | 45-46: Kristrún Sigurjónsdóttir rýfur 20 stiga múrinn og kemur Valskonum yfir þegar 6:59 eru eftir. Kristrún er komin með 22 stig.3. leikhluti | 45-43: Porsche Landry er komin með 15 stig og kemur Keflavík yfir. 7:16 eftir.3. leikhluti | 41-41: Kristrún Sigurjónsdóttir skorar sína fjórðu þriggja stiga körfu og jafnar leikinn. 9:12 eftir.3. leikhluti | 41-38: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru Keflavíkurkonur sem hefja leik. 9:55 eftir.2. leikhluti | 41-38: Það er kominn hálfleikur, Keflavík skoraði seinustu körfu hálfleiksins og spiluðu síðan flotta vörn sem varð til þess að skotklukkan rann út hjá Val og þar með var hálfleikurinn búinn.2. leikhluti | 39-38: Valur tekur leikhlé þegar 53 sek. eru eftir.2. leikhluti | 37-37: Valur jafnar leikinn þegar 1:36 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 37-33: Keflavík nær að halda Valskonum frá sér, en þær eru ekki langt undan. Þetta verður vonandi spennandi fram á seinustu sekúndu. 2:34 eftir.2. leikhluti | 35-33: Keflavík tekur leikhlé þegar 3:34 eru eftir.2. leikhluti | 33-31: 4:37 eftir af fjórðungnum og er komin mikil barátta í leikmenn beggja liða, það er hent sér eftir hverjum bolta.2. leikhluti | 31-29: Valskonur svara eftir leikhléið með tveimur ósvöruðum körfum. 6:36 eftir.2. leikhluti | 31-25: Valur tekur leikhlé þegar 7:21 eru eftir af fjórðungnum. Keflavík er á 6-0 sprett og þjálfara Vals finnst að það þurfi að kítta í lekann.2. leikhluti | 27-25: Keflavíkur konur eru komnar yfir í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. 8 mín. eftir.2. leikhluti | 23-24: Það má taka það fram að Kristrún hitti 3 þriggja stiga skotum í jafnmörgum tilraunum í fyrsta leikhluta. 8:48 eftir.2. leikhluti | 23-24: Annar leikhluti hafinn og munurinn kominn niður í eitt stig. 9:38 eftir.1. leikhluti | 21-24: Fyrsta leikhluta er lokið og Porsche Landry lagaði stöðuna töluvert fyrir heimamenn með því að skora síðustu sex stig fjórðungsins. Kristrún Sigurjónsdóttir er hinsvegar komin með 14 stig fyrir gestina.1. leikhluti | 19-24: Porsche Landry með flott gegnumbrot fyrir Keflavík. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 15-24: Mesti munur á liðinum hingað til. Valskonur eru 3 af 4 fyrir utan línuna. 1:48 eftir.1. leikhluti | 13-21: Valskonur halda áfram þaðan sem frá var horfið fyrir leikhlé. Átta stiga forysta þessa stundina. 3:35 eftir.1. leikhluti | 11-16: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:58 eru eftir af fyrsta leikhluta. Valur er að komast auðveldlega að körfunni og eru að skapa sér opin skot. Andy Johnston hefur væntanlega ekki verið ánægður með varnarvinnuna og tók leikhlé.1. leikhluti | 10-14: Tveir þristar í röð hjá Valskonum og þær ná smá forystur. 5:41 eftir.1. leikhluti | 6-6: Það er jafnt á öllum tölum hér fyrstu mínúturnar. Bryndís Guðmundsdóttir er búin að skora öll stig heimamanna. 7:29 eftir.1. leikhluti | 2-4: Valskonur náðu þó ekki að nýta fyrstu sóknina sína og Keflavík skoraði fyrstu körfuna. Gestirnir voru fljótar að janfa og eru komna yfir. 8:44 eftir.1. leikhluti | 0-0: Boltanum hefur verið kastað upp og það eru Valskonur sem ná boltanum og hefja sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er stutt í leik og liðin eru búin að fara inn í klefa að fá seinustu fyrirmælin frá þjálfurum sínum og nú er hitað upp af auka krafti til að vera eins tilbúin í leikinn eins og hugsast getur. Örfáir áhorfendur eru mættir í stúkuna, ég vona nú að fleiri mæti því þetta er stórleikur í deildinni.Fyrir leik: Í seinustu umferð lögðu Keflvíkingar nágranna sína frá Grindavík með 20 stigum á útivelli en Valskonur töpuðu heima fyrir Snæfell með þremur stigum.Fyrir leik: Fyrir tímabilið var þessum liðum spáð ólíku gengi, Valskonum var spáð fyrsta sætinu en Keflvíkingum því fimmta. Nú þegar rúmlega þriðjungur er búinn af tímabilinu eru liðin á svipuðum stað og spárnar gerðu ráð fyrir nema að það eru Keflavíkur konur sem eru í efsta sæti með 16 stig og Valskonur eru í sjötta sæti með sex stig.Fyrir leik: Komið sælir lesendur, Boltavakt Vísis heilsar ykkur úr Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Hér mun fara fram leikur Keflavíkur og Vals í Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira