Snæfellingar tóku Kanalausa Grindvíkinga í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2013 19:25 Mynd/Vilhelm Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik