Fórnaði eista fyrir Nissan 370Z Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 10:46 Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent