Ítarlegar spurningar Mannréttindadómstólsins vekja athygli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 16:40 Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. mynd/GVA „Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri. Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri.
Landsdómur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira