Sundkonan Eygló Ósk Gústavsdóttir úr Ægi er í banastuði á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalauginni í Hafnarfirði. Mbl.is greinir frá þessu.
Eygló Ósk setti Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún kom í mark á tímanum 2:06,59 mínútum. Þá bætti hún eigið met í 200 metra fjórsundi þegar hún kom í mark á tímanum 2:13,41 mínútum. Bætingin nam 1,6 sekúndum.
