Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar María Lilja Þrastardóttir skrifar 5. desember 2013 18:29 Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira