Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar María Lilja Þrastardóttir skrifar 5. desember 2013 18:29 Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira