Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Kristján Hjálmarsson skrifar 5. desember 2013 16:45 Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira