„Þetta voru alveg nokkur skot í smá tíma þar til lögreglan kom,“ segir konan í samtali við Vísi, og segir hún lögreglumenn hafa falið sig á bak við jeppa og byrjað að skjóta inn um glugga.

Konan sá inn um glugga á svefnherbergi mannsins þar sem hann lagðist í rúm með byssuna.
„Hann tók bara Rambó á þetta, bara með risabyssu, sest upp í rúminu og byrjar að skjóta og leggst svo niður aftur. Síðan hringir lögreglan í mig og ég segi að hann sé í öðru herbergi og þá skjóta þeir einhverju uniti þarna inn og kemur bara sprenging. Síðan skilst mér að hann hafi farið fram á gang og verið tekinn þar, dreginn niður á börur. Hann fór í aðrar börurnar og byssan ábyggilega í hinar.“
Var maðurinn særður?
„Hann var særður. Já já, hann var særður.“

