Berrössuð bíræfni – líf að láni Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2013 06:00 Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun