Atvinna eykst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun