Hleranir styggja verjendur Stígur Helgason skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira