Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin Össur Skarphéðinsson skrifar 2. mars 2013 06:00 Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun