Verðrýnendum úthýst Pawel Bartoszek skrifar 22. mars 2013 06:00 Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Gagnrýnendur eru ekki í vinnu hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir eru í vinnu hjá neytendum hins gagnrýnda. Mörgum hættir hins vegar til að að líta á gagnrýni sem hluta af eigin markaðssetningu. Fyrir nokkrum árum hætti Borgarleikhúsið til að mynda að bjóða íslenskum leikhúsgagnrýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á frumsýningar því menn í leikhúsinu voru ósáttir við skrif hans. Ef á annað borð á að bjóða gagnrýnendum frítt á sýningar er hæpið að hætta því þótt þeir gagnrýni eitthvað. Stór hluti þeirra bóka sem ég tek mér í hendur reynist leiðinlegur. Ég gefst upp á þeim. Ég get ekki spilað alla tölvuleiki sem koma út. Ég fer sjaldan í bíó. Ég kann vel að meta að einhver nenni að skanna yfir bækur, tölvuleiki og kvikmyndir fyrir mig og tjá mér skoðun sína á þeim. Þetta sparar letingjanum tíma.Algjört rugl Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir. Ég er ekki að segja að búðareigendum beri einhver sérstök skylda til að liðka sérstaklega fyrir þeim sem slíku eftirliti sinna. Tími starfsmanna kostar. En þegar beinlínis á að banna fólki að mæta í búð með spjaldtölvu og lista af vörum þá er það auðvitað algjört rugl. Eitt er að hætta að bjóða Jóni Viðari frítt á frumsýningar. Annað væri að banna honum alfarið að koma í leikhús. Í Kastljósþætti í vikunni notaði rekstrarstjóri Nóatúns það orðalag að verslun hans hygðist ekki "taka þátt" í verðlagseftirlitinu. Aftur sama ranghugmynd: Vara heldur að hún sé viðskiptavinur. Bækur taka ekki þátt í bókagagnrýni. Bækur eru gagnrýndar. Sömu sögu er að segja um þær athugasemdir að ekki hafi verið "haft samráð" við einhverja kaupmenn við gerð þessara verðkannana og að verðlagseftirlitið hafi ekki viljað "setjast að borðinu" með þeim. Þeir sem þykjast stunda eftirlit eiga ekkert að vera setjast að neinu sérstöku borði með þeim sem þeir vilja hafa eftirlit með. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að "setjast að borðinu" með þeim sem elda ofan í fólk. Heilbrigðiseftirlitið á að leita að saurgerlum. Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að þeir sem lenda aftarlega í einhverri samantekt séu ósáttir bætir ekki við neinum upplýsingum um gæðin. Það að verslunareigendur séu ósáttir er heldur ekki eitt og sér til marks um að samantektin sé vel unnin. En ég get varla ímyndað mér að hægt sé að vinna nokkurn verðsamanburð þannig að þeir sem reka lestina í þeim samanburði verði sáttir. Það er alltaf einhver "ástæða" fyrir því að menn lenda aftarlega. Fá kannski ekki jafngott verð hjá birgjum eða eitthvað svoleiðis. En tölur eru tölur. Þær mæla hvað er stórt og hvað er lítið. Þær eru sjaldnast "sanngjarnar". Svo mátti heyra ein rök til viðbótar: Að ekki væri tekið tillit til þess ef vörur væru "á tilboðsverði". Sko. Þúsundkall er þúsundkall.Í frjálsu samfélagi "Tilboðsverð" er bara markaðssetningarhugtak. Það verð sem einn vill selja á og annar vill kaupa á er eina verðið sem skiptir máli. Sama hvaða nafn því verði er gefið og hvort varan hafi kostað annað áður. Menn geta auðvitað keppt í mörgu öðru en verði. Til dæmis gæðum, opnunartíma eða málkunnáttu starfsfólks. Það þurfa ekki allir að hafa þann metnað að vera ódýrastir, og leiðinlegt væri ef allir kepptu að því einu en engu öðru. En þótt maður þykist ekki keppa í einhverju þýðir það ekki að það megi ekki mæla árangurinn. Við búum í frjálsu samfélagi. Menn geta reynt að mæla verð í búðum. Menn sem reka búðir geta verið ósáttir við að það sé gert og hvernig það er gert. Það er hins vegar hæpið að þeir geti bannað fólki að gera það og varla eru það góðir viðskiptahættir. Segjum að okkur langi í sjónvarp. Við förum í búð. Kíkjum á nokkur tæki. Punktum hjá okkur. Vaktstjórinn rýkur fram og stoppar okkur af: "Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að kanna verð?"
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun