

Að fórna vatni
Nú eru fleiri mál á dagskrá
Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi:
1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni.
2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar.
3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt.
4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum?
5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.
Borgaraleg óhlýðni
Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna.
Skoðun

Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar

Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael
Ingólfur Gíslason skrifar

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar