Þegar stjórnmálamaður þegir Heimir Eyvindarson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun