Hef verið heppinn hingað til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. Fréttablaðið/Valli Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15