Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra Sigríður Á. Andersen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir. Vonir hafa verið uppi um að með samningum við kröfuhafa föllnu bankana takist að minnka skuldaklafa hvers Íslendings úr fimm milljónum í fjórar milljónir króna. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, og hafa alltaf verið, að við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna verði hagsmuna Íslands gætt þótt flokkarnir gangi vissulega mjög mislangt í því að deila mögulegum ávinningi út fyrirfram með kosningaloforðum. Eins og menn þekkja af rekstri eigin heimilis er það ekki svo að þótt takist að lækka yfirdrátt úr 50 þúsund í 40 þúsund krónur að menn hafi þar með eignast nýtt fé. Mínusinn á bankareikningnum er vissulega ekki jafn stór og áður en engu að síður til staðar. Allir hljóta að stefna að því að eyða mínusnum alveg fremur en að auka hann aftur. Þess vegna er það ekki ábyrgt að lofa skuldugu fólki peningum sem eru ekki til og verða ekki til í ríkissjóði á næstunni. Það væri einfaldlega loforð um að gera skuldir okkar sumra að skuldum okkar allra. Almenn skattalækkun er eina raunhæfa og sanngjarna leiðin til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar allra. Hún hefur að auki þann kost að hvetja menn til aukinnar verðmætasköpunar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar