Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf! Skúli Helgason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun