Mannréttinda-Ögmundur Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis. Verkin tala Mannréttindi voru sett á oddinn og tekið var til hendinni. Sett var á fót ný staða fulltrúa mannréttindamála í ráðuneytinu sem ekki var til áður. Sá hefur alfarið á sinni könnu að sinna málefnum er varða mannréttindi og af nógu er að taka. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur Ögmundur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára. Undirbúningur áætlunarinnar var í samráði við stjórnsýslu, fræðasamfélag og frjáls félagasamtök í opnu og umfangsmiklu samráði. Unnið markvisst gegn ofbeldi Hér ber auðvitað hæst kraftmikil barátta gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hegningarlögum hefur verið breytt til að styrkja réttarvernd barna gegn ofbeldi. Sem dæmi má nefna að nú má refsa þeim sem seldur er undir íslenska lögsögu fyrir kaup á barnavændi óháð því hvar í heiminum brotið á sér stað. Þetta er gríðarmikilvægt skref til þess að stuðla að vernd allra barna fyrir ofbeldi, ekki bara á Íslandi. Komið hefur verið á laggirnar og staðið að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi, í samvinnu við ráðuneyti mennta- og velferðarmála. Fjármagni hefur verið veitt í að styðja við forvarnir sem unnar eru af grasrótarsamtökum. Átakið hefur skilað stuttmyndinni Fáðu já og fræðslu fyrir börn í öðrum bekk um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í formi brúðuleikhúss í samstarfi við samtökin Blátt áfram. Staðið hefur verið fyrir umfangsmiklu samráðsferli um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og stórum alþjóðlegum ráðstefnum, minni samráðsfundum og ráðist hefur verið í lagabreytingar. Nýlegur samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokallaðan Istanbúl-samning, er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ráðuneytið vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna úttektarinnar með fullgildingu samningsins að leiðarljósi. Þrátt fyrir að við séum í efsta sæti yfir besta jafnréttislandið í heimi fjórða árið í röð heldur Ögmundur áfram að vinna að jafnrétti með því að stuðla að því að enda ofbeldi gegn konum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hrósað Íslandi fyrir lagabreytingar í þágu mannréttinda og jafnréttis til dæmis vegna innleiðingar hinnar svokölluðu austurrísku leiðar en hún snýst um að ofbeldismaður á heimili er fjarlægður þaðan í stað þess að þolandi og e.t.v. börn þurfi að fara að heiman. Þá hefur kaup á vændi verið bannað. Sett hefur verið á laggirnar fagráð um kynferðisbrot innan trúfélaga þegar komu upp kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni. – og fleira… Barnalögum hefur verið breytt þannig að deilum foreldra um forsjá og umgengni hefur í auknum mæli verið beint í sáttafarveg í stað þess að slíkar deilur séu leystar í dómsölum. Þegar í ljós kom að það var kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu var hann leiðréttur. Unnið hefur verið að því að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Búið er að breyta kosningalögunum. Áhersla hefur verið lögð á að breyta útlendingalögunum með mannúð og skilvirkni að leiðarljósi. Þetta er langt frá því að vera tæmandi talning á því sem gert hefur verið í innanríkisráðuneytinu og varðar mannréttindi og jafnrétti en mér þykir merkilegt að margt af þessu hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Árangur Það er gríðarlega mikilvægt að opnað sé á umræðu um þau grófu ofbeldisbrot sem hér er fjallað um. Það leiðir til þess að fólk er frekar tilbúið til að stíga hið þunga skref út úr þeim skelfilegu aðstæðum sem það er í vitandi það að samfélagið mun mæta því með skilningi en ekki fordómum. Engum hefur dulist sú mikla umræða sem farið hefur fram um þessi ofbeldisbrot að undanförnu og nú er svo komið að fjöldi kæra hjá lögreglu vegna kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Í síðustu viku var samþykkt að verja 79 milljónum króna á næstunni til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og saksóknurum til að takast á við aukin verkefni vegna rannsóknar og meðferðar kynferðisbrotamála á Íslandi. Pólitík skiptir máli – enda þurfti róttækan vinstri mann í ráðuneytið til að hreyfa við þessum mikilvægu málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis. Verkin tala Mannréttindi voru sett á oddinn og tekið var til hendinni. Sett var á fót ný staða fulltrúa mannréttindamála í ráðuneytinu sem ekki var til áður. Sá hefur alfarið á sinni könnu að sinna málefnum er varða mannréttindi og af nógu er að taka. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur Ögmundur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára. Undirbúningur áætlunarinnar var í samráði við stjórnsýslu, fræðasamfélag og frjáls félagasamtök í opnu og umfangsmiklu samráði. Unnið markvisst gegn ofbeldi Hér ber auðvitað hæst kraftmikil barátta gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hegningarlögum hefur verið breytt til að styrkja réttarvernd barna gegn ofbeldi. Sem dæmi má nefna að nú má refsa þeim sem seldur er undir íslenska lögsögu fyrir kaup á barnavændi óháð því hvar í heiminum brotið á sér stað. Þetta er gríðarmikilvægt skref til þess að stuðla að vernd allra barna fyrir ofbeldi, ekki bara á Íslandi. Komið hefur verið á laggirnar og staðið að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi, í samvinnu við ráðuneyti mennta- og velferðarmála. Fjármagni hefur verið veitt í að styðja við forvarnir sem unnar eru af grasrótarsamtökum. Átakið hefur skilað stuttmyndinni Fáðu já og fræðslu fyrir börn í öðrum bekk um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í formi brúðuleikhúss í samstarfi við samtökin Blátt áfram. Staðið hefur verið fyrir umfangsmiklu samráðsferli um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og stórum alþjóðlegum ráðstefnum, minni samráðsfundum og ráðist hefur verið í lagabreytingar. Nýlegur samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokallaðan Istanbúl-samning, er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ráðuneytið vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna úttektarinnar með fullgildingu samningsins að leiðarljósi. Þrátt fyrir að við séum í efsta sæti yfir besta jafnréttislandið í heimi fjórða árið í röð heldur Ögmundur áfram að vinna að jafnrétti með því að stuðla að því að enda ofbeldi gegn konum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hrósað Íslandi fyrir lagabreytingar í þágu mannréttinda og jafnréttis til dæmis vegna innleiðingar hinnar svokölluðu austurrísku leiðar en hún snýst um að ofbeldismaður á heimili er fjarlægður þaðan í stað þess að þolandi og e.t.v. börn þurfi að fara að heiman. Þá hefur kaup á vændi verið bannað. Sett hefur verið á laggirnar fagráð um kynferðisbrot innan trúfélaga þegar komu upp kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni. – og fleira… Barnalögum hefur verið breytt þannig að deilum foreldra um forsjá og umgengni hefur í auknum mæli verið beint í sáttafarveg í stað þess að slíkar deilur séu leystar í dómsölum. Þegar í ljós kom að það var kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu var hann leiðréttur. Unnið hefur verið að því að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Búið er að breyta kosningalögunum. Áhersla hefur verið lögð á að breyta útlendingalögunum með mannúð og skilvirkni að leiðarljósi. Þetta er langt frá því að vera tæmandi talning á því sem gert hefur verið í innanríkisráðuneytinu og varðar mannréttindi og jafnrétti en mér þykir merkilegt að margt af þessu hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Árangur Það er gríðarlega mikilvægt að opnað sé á umræðu um þau grófu ofbeldisbrot sem hér er fjallað um. Það leiðir til þess að fólk er frekar tilbúið til að stíga hið þunga skref út úr þeim skelfilegu aðstæðum sem það er í vitandi það að samfélagið mun mæta því með skilningi en ekki fordómum. Engum hefur dulist sú mikla umræða sem farið hefur fram um þessi ofbeldisbrot að undanförnu og nú er svo komið að fjöldi kæra hjá lögreglu vegna kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Í síðustu viku var samþykkt að verja 79 milljónum króna á næstunni til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og saksóknurum til að takast á við aukin verkefni vegna rannsóknar og meðferðar kynferðisbrotamála á Íslandi. Pólitík skiptir máli – enda þurfti róttækan vinstri mann í ráðuneytið til að hreyfa við þessum mikilvægu málum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun