Frasa eða framkvæmdir? Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa 22. apríl 2013 15:00 Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun