Vaxtarverkir í skólastofunni Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?Það skemmtilega Ísland er fremst í flokki þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Öll börn fara í grunnskóla og hafa tækifæri til að verða læs, skrifandi og skapandi. Minni tengsl eru hér á landi á milli þess hvort einstaklingur fer í nám og þess að eiga vel menntaða foreldra. Okkur hefur tekist að jafna möguleika fólks til að stunda nám. Hið opinbera greiðir mun meira til grunnskóla en gerist annars staðar sem sýnir væntanlega að í samfélaginu sé áhersla lögð á að börn hér á landi fái að njóta góðs skólakerfis og hér leggi fólk áherslu á að mennta börnin. Háskólamenntun skilar miklum verðmætum. OECD telur að á síðasta áratug hafi um helmingur vaxtar í vergri landsframleiðslu í aðildarríkjum stafað af því að háskólamenntað fólk fékk hærri tekjur. Nokkuð ljóst er að menntun skilar verðmætum og hagsæld.Það leiðinlega En svo er þetta leiðinlega. Því miður er það svo að námsárangur barna hér á landi endurspeglar ekki það fé sem lagt er til skólakerfisins. Námsárangurinn er svipaður og hjá þjóðum þar sem mun minna fé er lagt til skólakerfisins. Það er því eðlilegt að við reynum að átta okkur á því í hverju við erum að fjárfesta. Sérkennsla er áhyggjuefni en 27% barna hér á landi þurfa sérkennslu á meðan eðlilegt hlutfall að mati sérfræðinga er 5%. Við hrukkum upp við þær fréttir fyrir um ári að fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og að stúlkur sýna einkenni kvíða og vanlíðunar meira en drengir í grunnskólunum. Kennsluefni og aðferðir virðast ekki svara þörfum barnanna nægilega vel. Fjöldi þeirra sem lýkur framhaldsskóla á fjórum árum hér á landi er minni en það sem gengur og gerist innan OECD-ríkjanna. Framhaldsskólinn er undir gríðarlegu álagi og fjársveltur. Nemendur í tækni- og raungreinum eru ekki nægilega margir og hægt gengur að auka hlutdeild verk- og iðnnáms. Nemendur á háskólastigi eru einnig of lengi í námi. Atvinnurekendur kvarta yfir því að skortur sé á fólki með þá menntun sem þörf er á.Það nauðsynlega Atvinnulífið á Íslandi þarf að fara í gegnum mikla vaxtarverki á næstunni. Ef ekkert verður að gert fækkar hér fólki og samfélaginu hrakar. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar. Skólar verða að hafa fullt frelsi til að reyna að takast á við þessar breytingar. Hefðbundnar leiðir mega ekki standa í vegi fyrir því að nýjar fái að líta dagsins ljós. Gæta verður þess að kjarni náms týnist ekki í óþörfu flækjustigi. Finna verður fé til að bæta upplýsingatækni innan skólanna. Tækifæri geta legið í því að fást við kennslu á óhefðbundnari hátt en hingað til hefur verið gert og þá sérstaklega á efri námsstigum. Nýta má fjarkennsluaðferðir betur og auka hlut rafrænna verkefna. Það allra mikilvægasta er að finna leiðir til að byggja upp áhuga og drifkraft nemenda þannig að þeirra eðlislægi áhugi nái að fylgja þeim frá leikskóla og áfram í gegnum öll námsstig. Aðeins þannig fær vinnumarkaðurinn þá orku sem hann þarf til að takast á við spennandi og krefjandi framtíð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun