"Fjórflokkurinn“ er ekki til Þorvaldur Örn Árnason skrifar 24. apríl 2013 06:00 Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar